Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 13:12 Meðlimir sendinefndar Talíbana á opnunarhátíð friðarviðræðnanna við Afganistan í Doha í Katar í morgun. EPA-EFE/STRINGER Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga. Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga.
Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15
Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26