Fótbolti

Þrjár öflugar ekki til Íslands | Fékk heilahristing í úrslitaleiknum gegn Söru

Sindri Sverrisson skrifar
Hedvig Lindahl er ein af hetjum Svía sem unnu brons á HM í fyrra.
Hedvig Lindahl er ein af hetjum Svía sem unnu brons á HM í fyrra. vísir/getty

Sænska kvennalandsliðið í fótbolta hefur misst út sterka leikmenn fyrir toppslaginn við Ísland á Laugardalsvelli 22. september í undankeppni EM.

Miðjumaðurinn Fridolina Rolfö varð að draga sig úr sænska hópnum vegna höfuðmeiðsla en hún fékk heilahristing í leiknum við Söru Björk Gunnarsdóttur í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Rolfö, sem var liðsfélagi Söru hjá Wolfsburg þar til í sumar, skall með höfuðið saman við Söruh Bouhaddi seint í leiknum en kláraði samt leikinn. Óvíst er hvenær hún jafnar sig og var ákveðið að gefa henni frí frá landsliðinu.

Sænska knattspyrnusambandið segir að framherjinn Hanna Glas hafi einnig þurft að hætta við Íslandsför, vegna hnémeiðsla. Hún verði því hjá félagi sínu Bayern München.

Hið sama á við um aðalmarkvörðinn Hedvig Lindahl – sem líkt og Rolfö lék með Söru hjá Wolfsburg þar til í sumar –  hún verður kyrr hjá liði sínu Atlético Madrid vegna hnémeiðsla.

Þá hefur óvissa ríkt um framherjann Stinu Blackstenius vegna meiðsla en hún er þó enn í hópnum.

Julia Roddar og Rebecka Blomqvist, úr liði Kopparberg/Göteborg, hafa verið kallaðar inn í sænska hópinn, sem og markvörðurinn Emma Holmgren úr Uppsala.

Svona lítur sænski hópurinn út í dag.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×