Watford leikur í næstefstu deild Englands í vetur eftir að hafa fallið í sumar, en liðið hóf nýja leiktíð á sigri í kvöld gegn Middlesbrough, 1-0.
Craig Cathcart skoraði sigurmarkið strax á 11. mínútu leiksins með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Ken Sema.
Serbinn Vladimir Ivic tók við Watford í síðasta mánuði, eftir að hafa stýrt Maccabi Tel Aviv og áður PAOK í Grikklandi, og hann gat því fagnað sigri í fyrstu tilraun í kvöld.
Um var að ræða fyrsta leikinn í ensku B-deildinni á þessari leiktíð en umferðinni lýkur með ellefu leikjum á morgun.