Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 20:01 Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna. Vísir Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29