Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 19:15 Elín Metta Jensen og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga í harðri baráttu um sæti á EM. VÍSIR/GETTY Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00