Titillinn stoppar stutt í Liverpool samkvæmt spá ofurtölvunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 09:00 Það er eins gott að biðja til æðri máttarvalda því ofurtölvan hefur talað. Liverpool Brassarnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker fagna með Englandsbikarinn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni) Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira