Afgreiða lyf um bílalúgu tólf tíma á dag Lyfsalinn 9. september 2020 15:52 Stefán Páll Jónsson lyfjafræðingur hjá Lyfsalanum afgreiðir lyf beint í bílinn. Mikil þægindi fyrir viðskiptavini og minni smithætta. Vísir/Bjarni Þór „Bílaapótek eru algeng erlendis en frekar ný af nálinni hér á landi. Fólk spyr okkur oft hvort það sé yfirleitt hægt að fá lyf í lúgunni, en fólk er fljótt að komast upp á lag með þetta. Við erum annað bílaapótekið sem opnað er í Reykjavík og þetta fyrirkomulag er örugglega komið til að vera,“ segir Stefán Páll Jónsson, lyfjafræðingur hjá Lyfsalanum en Lyfsalinn opnaði bílaapótek við Vesturlandsveg, Grjóthálsi 8, í sumar. Afgreitt er um fjórar lúgur og hver afgreiðsla tekur ekki nema nokkrar mínútur.Vísir/Bjarni Þór Áður var starfrækt sjoppa og veitingastaður í húsnæðinu og gengur afgreiðslan í apótekinu svipað fyrir sig og þegar keyptur er hamborgari og franskar. „Það má nokkurn veginn segja það, fólk ekur bara að lúgunni og gefur upp kennitölu þegar það er að sækja lyf og telur upp þær vörur sem það ætlar að kaupa, plástra, þurrmjólk eða hvað sem er og við náum í þetta. Hver afgreiðsla tekur enga stund. Við afgreiðum um fjórar lúgur en það er líka hægt að koma inn ef fólk kýs það,“ segir Stefán Páll. Lúgufyrirkomulagið hafi marga kosti og sérstaklega á tímum sem þessum. „Það minnkar smithættu að þurfa ekki að fara inn í apótekið en það er fyrst og fremst þægilegt að þurfa ekki að fara út úr bílnum. Þeir sem eiga erfitt með gang taka þessari þjónustu fagnandi. Fólk losnar einnig við að leita að stæði og þeir sem eru með börn í bílnum nota sér að þurfa ekki að losa þau úr bílstólunum. Við opnuðum í lok júlí og viðtökurnar hafa verið frábærar.“ Einnig er hægt að koma inn og versla ef fólk kýs. Opið er frá klukkan tíu á morgnan til tíu á kvöldin alla daga vikunnar.Vísir/Bjarni Þór Langur opnunartími Bílaapótek Lyfsalans er opið alla daga frá klukkan 10 til 22. Stefán segir marga nýta sér þau þægindi að geta sótt lyf og aðrar vörur á kvöldin og um helgar. Þá sé Lyfsalinn eina apótekið á þessu svæði sem opið er svona lengi. „Við erum eina apótekið svona austarlega í borginni sem er opið þetta lengi. Við verðum vör við að íbúar í Mosfellsbæ og jafnvel frá Akranesi nýti sér að þurfa ekki lengra en til okkar. Við leggjum mikla áherslu á góða og faglega þjónustu og hjá okkur er hlutfall fagmenntaðra lyfjafræðinga yfir 75 % starfsfólks. Það á við í öllum okkar apótekum en fyrir utan bílaapótekið hefur Lyfsalinn starfrækt apótek í Glæsibæ til margra ára,“ segir Stefán. Nýverið opnaði Lyfsalinn einnig stórt apótek í Orkuhúsinu Urðarhvarfi en í Orkuhúsinu er meðal annars starfrækt sjúkraþjálfun, læknaþjónusta og röntgenmyndatökur svo eitthvað sé nefnt. „Við erum mjög vel staðsett í Orkuhúsinu, bæði fer þar fram fjölbreytt þjónusta og svo er heilsugæslan í næsta húsi við okkur." Lyf Verslun Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Bílaapótek eru algeng erlendis en frekar ný af nálinni hér á landi. Fólk spyr okkur oft hvort það sé yfirleitt hægt að fá lyf í lúgunni, en fólk er fljótt að komast upp á lag með þetta. Við erum annað bílaapótekið sem opnað er í Reykjavík og þetta fyrirkomulag er örugglega komið til að vera,“ segir Stefán Páll Jónsson, lyfjafræðingur hjá Lyfsalanum en Lyfsalinn opnaði bílaapótek við Vesturlandsveg, Grjóthálsi 8, í sumar. Afgreitt er um fjórar lúgur og hver afgreiðsla tekur ekki nema nokkrar mínútur.Vísir/Bjarni Þór Áður var starfrækt sjoppa og veitingastaður í húsnæðinu og gengur afgreiðslan í apótekinu svipað fyrir sig og þegar keyptur er hamborgari og franskar. „Það má nokkurn veginn segja það, fólk ekur bara að lúgunni og gefur upp kennitölu þegar það er að sækja lyf og telur upp þær vörur sem það ætlar að kaupa, plástra, þurrmjólk eða hvað sem er og við náum í þetta. Hver afgreiðsla tekur enga stund. Við afgreiðum um fjórar lúgur en það er líka hægt að koma inn ef fólk kýs það,“ segir Stefán Páll. Lúgufyrirkomulagið hafi marga kosti og sérstaklega á tímum sem þessum. „Það minnkar smithættu að þurfa ekki að fara inn í apótekið en það er fyrst og fremst þægilegt að þurfa ekki að fara út úr bílnum. Þeir sem eiga erfitt með gang taka þessari þjónustu fagnandi. Fólk losnar einnig við að leita að stæði og þeir sem eru með börn í bílnum nota sér að þurfa ekki að losa þau úr bílstólunum. Við opnuðum í lok júlí og viðtökurnar hafa verið frábærar.“ Einnig er hægt að koma inn og versla ef fólk kýs. Opið er frá klukkan tíu á morgnan til tíu á kvöldin alla daga vikunnar.Vísir/Bjarni Þór Langur opnunartími Bílaapótek Lyfsalans er opið alla daga frá klukkan 10 til 22. Stefán segir marga nýta sér þau þægindi að geta sótt lyf og aðrar vörur á kvöldin og um helgar. Þá sé Lyfsalinn eina apótekið á þessu svæði sem opið er svona lengi. „Við erum eina apótekið svona austarlega í borginni sem er opið þetta lengi. Við verðum vör við að íbúar í Mosfellsbæ og jafnvel frá Akranesi nýti sér að þurfa ekki lengra en til okkar. Við leggjum mikla áherslu á góða og faglega þjónustu og hjá okkur er hlutfall fagmenntaðra lyfjafræðinga yfir 75 % starfsfólks. Það á við í öllum okkar apótekum en fyrir utan bílaapótekið hefur Lyfsalinn starfrækt apótek í Glæsibæ til margra ára,“ segir Stefán. Nýverið opnaði Lyfsalinn einnig stórt apótek í Orkuhúsinu Urðarhvarfi en í Orkuhúsinu er meðal annars starfrækt sjúkraþjálfun, læknaþjónusta og röntgenmyndatökur svo eitthvað sé nefnt. „Við erum mjög vel staðsett í Orkuhúsinu, bæði fer þar fram fjölbreytt þjónusta og svo er heilsugæslan í næsta húsi við okkur."
Lyf Verslun Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira