Bein útsending: Fyrsta umferðin í úrvalsdeild KSÍ í efótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 19:45 Leikmenn að spila FIFA20 leikinn. Getty/Lukas Schulze Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands og fyrsta umferðin er í kvöld og verða tveir leikir í beinni á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir fjórir í kvöld eru eftirtaldir: Guðmundur Tómas Sigfússon frá ÍBV mætir Róberti Daða Sigurþórssyni frá Fylki Aron Þormar Lárusson frá Fylki mætir Alexander Aron Hannessyni frá Keflavík Tindur Örvar Örvarsson frá Fylki mætir Jóhanni Ólafi Jóhannssyni frá LFG Leifur Sævarsson frá LFG mætir Bjarka Má Sigurðssyni frá Víkingi Leikirnir í beinni verða leikur Leifs og Bjarka annars vegar og leikur Arons Þormars og Alexanders Arons hins vegar. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá fyrstu umferðinni. Rafíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands og fyrsta umferðin er í kvöld og verða tveir leikir í beinni á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Leikirnir fjórir í kvöld eru eftirtaldir: Guðmundur Tómas Sigfússon frá ÍBV mætir Róberti Daða Sigurþórssyni frá Fylki Aron Þormar Lárusson frá Fylki mætir Alexander Aron Hannessyni frá Keflavík Tindur Örvar Örvarsson frá Fylki mætir Jóhanni Ólafi Jóhannssyni frá LFG Leifur Sævarsson frá LFG mætir Bjarka Má Sigurðssyni frá Víkingi Leikirnir í beinni verða leikur Leifs og Bjarka annars vegar og leikur Arons Þormars og Alexanders Arons hins vegar. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá fyrstu umferðinni.
Rafíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira