Lýsa Gylfa sem fílnum í herberginu Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði aðeins eitt mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa skorað 13 á síðustu leiktíð. VÍSIR/EPA Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic. Þeir Patrick Boyland og Tom Worville birtu ítarlega grein um Gylfa og stöðu hans hjá Everton í gær. Segja þeir að Gylfi setji Ancelotti í erfiða stöðu rétt eins og hann hafi gert sem dýrasti leikmaður félagsins þegar Marco Silva tók við Everton sumarið 2018. Silva hafi viljað nota 4-3-3 leikkerfi sem hann hafi þekkt best en aðlagað það að Gylfa í 4-2-3-1 kerfi þar sem Gylfi gat leikið fyrir aftan framherjann. Það hafi borið mikinn árangur og Gylfi skorað 13 mörk og lagt upp sex tímabilið 2018-2019, og Everton vegnað vel, en svo hafi sigið á ógæfuhliðina. Henti ekki á miðjunni hjá Ancelotti Silva var rekinn í byrjun desember og Ancelotti ráðinn í hans stað. Undir stjórn Ítalans hefur Gylfi átt fast sæti í byrjunarliði Everton og hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins, í 4-0 tapi gegn Chelsea. En Ancelotti vill nota 4-4-2 leikkerfi þar sem miðjumennirnir tveir halda sig aftarlega og eiga að koma boltanum hratt fram völlinn. Að mati blaðamanna The Athletic virðist Gylfi ekki passa vel í það hlutverk. Fara þeir yfir ýmsa tölfræðiþætti til að færa rök fyrir því og segja ljóst að Gylfi eigi heima framar á vellinum, jafnvel þó að hann hafi leyst stöðu „áttu“ á miðjunni hjá íslenska landsliðinu. Þar hafi hann reyndar ekki þurft að spila eins aftarlega og undir stjórn Ancelotti. Gylfi Sigurdsson has become Everton s elephant in room from a tactical perspective So what does Ancelotti do with him? And how does he find balance in midfield? A look with @Worville https://t.co/3GGvHCWVJy— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) April 17, 2020 Telja Gomes framar í goggunarröðinni Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og telja Athletic-menn að Gomes gæti verið fyrsti kostur Ancelottis á miðjunni þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. Ekki muni virka vel að láta Gylfa spila þar með honum þar sem að hvorugur sé nægilega sterkur varnarlega. Þar henti Morgan Schneiderlin eða Fabian Delph betur en Ancelotti vilji finna sterkari leikmann í hlutverk aftasta miðjumannsins. Að mati blaðamannanna hentar Gylfi ekki vel sem kantmaður og telja þeir að Alex Iwobi og Bernard standi betur að vígi. Besta lausnin fyrir Gylfa væri að Ancelotti breytti yfir í 4-2-3-1 leikkerfi, frá sínu uppáhaldskerfi, rétt eins og Silva gerði á sínum tíma. Það sé ólíklegt og því sé Gylfi orðinn að fílnum í herberginu á nýjan leik. Silva hafi breytt til og Gylfi blómstrað í eitt tímabil, en lausnin sé ekki eins einföld núna. Greinina má lesa hér. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30 Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30 Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00 Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic. Þeir Patrick Boyland og Tom Worville birtu ítarlega grein um Gylfa og stöðu hans hjá Everton í gær. Segja þeir að Gylfi setji Ancelotti í erfiða stöðu rétt eins og hann hafi gert sem dýrasti leikmaður félagsins þegar Marco Silva tók við Everton sumarið 2018. Silva hafi viljað nota 4-3-3 leikkerfi sem hann hafi þekkt best en aðlagað það að Gylfa í 4-2-3-1 kerfi þar sem Gylfi gat leikið fyrir aftan framherjann. Það hafi borið mikinn árangur og Gylfi skorað 13 mörk og lagt upp sex tímabilið 2018-2019, og Everton vegnað vel, en svo hafi sigið á ógæfuhliðina. Henti ekki á miðjunni hjá Ancelotti Silva var rekinn í byrjun desember og Ancelotti ráðinn í hans stað. Undir stjórn Ítalans hefur Gylfi átt fast sæti í byrjunarliði Everton og hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins, í 4-0 tapi gegn Chelsea. En Ancelotti vill nota 4-4-2 leikkerfi þar sem miðjumennirnir tveir halda sig aftarlega og eiga að koma boltanum hratt fram völlinn. Að mati blaðamanna The Athletic virðist Gylfi ekki passa vel í það hlutverk. Fara þeir yfir ýmsa tölfræðiþætti til að færa rök fyrir því og segja ljóst að Gylfi eigi heima framar á vellinum, jafnvel þó að hann hafi leyst stöðu „áttu“ á miðjunni hjá íslenska landsliðinu. Þar hafi hann reyndar ekki þurft að spila eins aftarlega og undir stjórn Ancelotti. Gylfi Sigurdsson has become Everton s elephant in room from a tactical perspective So what does Ancelotti do with him? And how does he find balance in midfield? A look with @Worville https://t.co/3GGvHCWVJy— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) April 17, 2020 Telja Gomes framar í goggunarröðinni Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og telja Athletic-menn að Gomes gæti verið fyrsti kostur Ancelottis á miðjunni þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. Ekki muni virka vel að láta Gylfa spila þar með honum þar sem að hvorugur sé nægilega sterkur varnarlega. Þar henti Morgan Schneiderlin eða Fabian Delph betur en Ancelotti vilji finna sterkari leikmann í hlutverk aftasta miðjumannsins. Að mati blaðamannanna hentar Gylfi ekki vel sem kantmaður og telja þeir að Alex Iwobi og Bernard standi betur að vígi. Besta lausnin fyrir Gylfa væri að Ancelotti breytti yfir í 4-2-3-1 leikkerfi, frá sínu uppáhaldskerfi, rétt eins og Silva gerði á sínum tíma. Það sé ólíklegt og því sé Gylfi orðinn að fílnum í herberginu á nýjan leik. Silva hafi breytt til og Gylfi blómstrað í eitt tímabil, en lausnin sé ekki eins einföld núna. Greinina má lesa hér.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30 Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30 Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00 Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30
Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30
Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30