Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld.
Óvissa ríkti um hvort De Bruyne yrði með þar sem kona hans var komin á steypirinn en dóttir þeirra fæddist í tæka tíð svo að Manchester City stjarnan yrði með í kvöld.
Toby Alderweireld er fyrirliði Belga í kvöld og Michy Batshuayi er í fremstu víglínu í stað Romelu Lukaku sem verður ekki með í leiknum. Eden Hazard er á varamannabekknum hjá Belgum.
Byrjunarlið Belga má sjá hér að neðan:
1 1 Break a leg, boys! #BELISL #NationsLeague #COMEONBELGIUM #SelectedbyPwC pic.twitter.com/KBaZUotjOr
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) September 8, 2020