Leikmaður Arsenal fjárfestir í vegan fótboltaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 09:00 Spánverjarnir Hector Bellerin (til vinstri) og Dani Ceballos fagna bikarmeistaratitli Arsenal í ágúst. Getty/Stuart MacFarlane Knattspyrnumaðurinn Hector Bellerin er langt frá því að vera hættur að spila sem atvinnumaður í fótbolta en hann er engu að síður farinn að fjárfesta í fótboltanum. Hector Bellerin, varnarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er mikill náttúruverndarsinni og hann sýnir það í verki með því að fjárfesta í einu grænasta fótboltafélagi heims. Hector Bellerin er nefnilega orðinn annar stærsti hluthafinn í enska D-deildarfélaginu Forest Green Rovers. Forest Green Rovers hefur fengið viðurkenningu frá bæði FIFA og Sameinuðu þjóðunum sem umhverfisvænasta félag heims. Hector Bellerin has invested in Forest Green Rovers.In full: https://t.co/muWXKFOBPq pic.twitter.com/UWY4cwMia1— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2020 Forest Green Rovers varð að vegan fótboltaliði árið 2015 og árið var 2017 varð félagið fyrsta íþróttaliðið sem er kolefnislaust. Bellerin er talsmaður náttúruverndar eins og nýja félagið sitt. „Forest Green er að sýna öðrum réttu leiðina,“ sagði Hector Bellerin. Spánverjinn Hector Bellerin er enn bara 25 ára gamall og ætti því að eiga nóg eftir af sínum knattspyrnuferli. Samingur hans og Arsenal er til júníiloka 2023. Bellerin er þekktur fyrir að vera annt um samfélagið sitt og safnaði nýverið pening til að planta sextíu þúsund trjám í Amazon-frumskóginum. | #Arsenal defender @HectorBellerin has announced that he has become a shareholder in Forest Green Rovers, the club recognised by FIFA as the greenest football club in the world More from @David_Ornstein & @gunnerblog https://t.co/mLFZyT2qhn pic.twitter.com/HdS54JgLNl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 8, 2020 Bellerin ætlar sér með kaupunum í Forest Green Rovers að vinna með stjórnarformanninum Dale Vince í því að fá fótboltaheiminn til vakna af værum blundi þegar kemur að náttúruverndarsjónarmiðum. „Þegar ég spilaði fyrst á móti Forest Green Rovers [æfingaleikur 2014] þá var það eina sem ég vissi um félagið að það væri langt í burtu frá London. Um leið og ég heyrði meira um félagið og vinnu þess þá vissi ég að ég vildi hitta þá og fá að vera hluti af þessu verkefni,“ sagði Hector Bellerin. Enski boltinn Vegan Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Hector Bellerin er langt frá því að vera hættur að spila sem atvinnumaður í fótbolta en hann er engu að síður farinn að fjárfesta í fótboltanum. Hector Bellerin, varnarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er mikill náttúruverndarsinni og hann sýnir það í verki með því að fjárfesta í einu grænasta fótboltafélagi heims. Hector Bellerin er nefnilega orðinn annar stærsti hluthafinn í enska D-deildarfélaginu Forest Green Rovers. Forest Green Rovers hefur fengið viðurkenningu frá bæði FIFA og Sameinuðu þjóðunum sem umhverfisvænasta félag heims. Hector Bellerin has invested in Forest Green Rovers.In full: https://t.co/muWXKFOBPq pic.twitter.com/UWY4cwMia1— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2020 Forest Green Rovers varð að vegan fótboltaliði árið 2015 og árið var 2017 varð félagið fyrsta íþróttaliðið sem er kolefnislaust. Bellerin er talsmaður náttúruverndar eins og nýja félagið sitt. „Forest Green er að sýna öðrum réttu leiðina,“ sagði Hector Bellerin. Spánverjinn Hector Bellerin er enn bara 25 ára gamall og ætti því að eiga nóg eftir af sínum knattspyrnuferli. Samingur hans og Arsenal er til júníiloka 2023. Bellerin er þekktur fyrir að vera annt um samfélagið sitt og safnaði nýverið pening til að planta sextíu þúsund trjám í Amazon-frumskóginum. | #Arsenal defender @HectorBellerin has announced that he has become a shareholder in Forest Green Rovers, the club recognised by FIFA as the greenest football club in the world More from @David_Ornstein & @gunnerblog https://t.co/mLFZyT2qhn pic.twitter.com/HdS54JgLNl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 8, 2020 Bellerin ætlar sér með kaupunum í Forest Green Rovers að vinna með stjórnarformanninum Dale Vince í því að fá fótboltaheiminn til vakna af værum blundi þegar kemur að náttúruverndarsjónarmiðum. „Þegar ég spilaði fyrst á móti Forest Green Rovers [æfingaleikur 2014] þá var það eina sem ég vissi um félagið að það væri langt í burtu frá London. Um leið og ég heyrði meira um félagið og vinnu þess þá vissi ég að ég vildi hitta þá og fá að vera hluti af þessu verkefni,“ sagði Hector Bellerin.
Enski boltinn Vegan Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira