Allir klárir í slaginn gegn Belgum: „Þurftum að endurheimta mikla orku“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 07:30 Erik Hamrén í Belgíu þar sem landsleikurinn fer fram í kvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Kannski getum við komið á óvart,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leikinn við Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hann segir alla leikmenn íslenska hópsins klára í slaginn í kvöld. Leikur Belgíu og Íslands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ljóst er að Ísland á afar erfitt verkefni fyrir höndum enda Belgía í efsta sæti heimslistans auk þess sem að Ísland er án fjölda byrjunarliðsmanna. Hamrén vildi lítið sem ekkert gefa uppi um byrjunarlið sitt, og hvað þá hvort að hann yrði með þrjá miðverði í vörninni eins og síðast þegar Ísland mætti Belgíu: „Ég get nú ekki sagt mikið um það heldur. Við verðum að vera góðir í vörninni. Síðast spiluðum við hérna með fimm í vörn, með þrjá miðverði, en við sjáum til hvað við gerum núna. Það felast áskoranir í þeim gæðum sem Belgar hafa og við verðum að reyna að bregðast við þeim,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir áttu meira skilið“ Belgía vann Danmörku í Kaupmannahöfn á laugardag, 2-0, en Ísland varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Englandi. „Menn voru mjög vonsviknir eftir leikinn við England. Leikmenn voru sáttir við sína frammistöðu – ég var mjög ánægður með hana, liðsandann og samvinnuna – en þegar menn fá ekkert þá er maður vonsvikinn. Leikmennirnir áttu meira skilið og við vorum mjög nálægt því að taka stig. Við þurftum því að endurheimta mikla orku í liðið, bæði í hugann og líkamann, og undirbúa okkur fyrir þennan leik,“ sagði Hamrén sem telur Belgíu og England tvö af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM á næsta ári. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Hamrén segir allt þurfa að ganga upp í kvöld til að Ísland eigi von um að ná í stig: „Besta tækifærið fyrir okkur til að skora er úr skyndisóknum, og einnig úr föstum leikatriðum. Þar eru alltaf tækifæri fyrir lægra skrifuð lið til að gera út af við þau stærri. Við getum verið mjög góðir í föstum leikatriðum. Ég verð ánægður ef að við getum verið sáttir með frammistöðuna eftir leik. Ef að menn geta sagt „ég gerði allt sem ég gat. Ég sýndi gæði og hugrekki.“ Það er ekki hægt að gera meira. En ef það gerist þá eigum við möguleika á góðum úrslitum,“ sagði Hamrén en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hamrén í viðtali fyrir Belgíuleikinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
„Kannski getum við komið á óvart,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leikinn við Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hann segir alla leikmenn íslenska hópsins klára í slaginn í kvöld. Leikur Belgíu og Íslands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ljóst er að Ísland á afar erfitt verkefni fyrir höndum enda Belgía í efsta sæti heimslistans auk þess sem að Ísland er án fjölda byrjunarliðsmanna. Hamrén vildi lítið sem ekkert gefa uppi um byrjunarlið sitt, og hvað þá hvort að hann yrði með þrjá miðverði í vörninni eins og síðast þegar Ísland mætti Belgíu: „Ég get nú ekki sagt mikið um það heldur. Við verðum að vera góðir í vörninni. Síðast spiluðum við hérna með fimm í vörn, með þrjá miðverði, en við sjáum til hvað við gerum núna. Það felast áskoranir í þeim gæðum sem Belgar hafa og við verðum að reyna að bregðast við þeim,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir áttu meira skilið“ Belgía vann Danmörku í Kaupmannahöfn á laugardag, 2-0, en Ísland varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Englandi. „Menn voru mjög vonsviknir eftir leikinn við England. Leikmenn voru sáttir við sína frammistöðu – ég var mjög ánægður með hana, liðsandann og samvinnuna – en þegar menn fá ekkert þá er maður vonsvikinn. Leikmennirnir áttu meira skilið og við vorum mjög nálægt því að taka stig. Við þurftum því að endurheimta mikla orku í liðið, bæði í hugann og líkamann, og undirbúa okkur fyrir þennan leik,“ sagði Hamrén sem telur Belgíu og England tvö af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM á næsta ári. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Hamrén segir allt þurfa að ganga upp í kvöld til að Ísland eigi von um að ná í stig: „Besta tækifærið fyrir okkur til að skora er úr skyndisóknum, og einnig úr föstum leikatriðum. Þar eru alltaf tækifæri fyrir lægra skrifuð lið til að gera út af við þau stærri. Við getum verið mjög góðir í föstum leikatriðum. Ég verð ánægður ef að við getum verið sáttir með frammistöðuna eftir leik. Ef að menn geta sagt „ég gerði allt sem ég gat. Ég sýndi gæði og hugrekki.“ Það er ekki hægt að gera meira. En ef það gerist þá eigum við möguleika á góðum úrslitum,“ sagði Hamrén en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hamrén í viðtali fyrir Belgíuleikinn
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00