Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 19:22 Nadía keppti í Miss Universe Iceland árið 2019, en myndin af henni er einmitt tekin af því tilefni. Myndin til hægri er af Mason Greenwood í leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli um helgina. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira