Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:32 Greenwood var með grímu á Laugardalsvelli í vikunni. Gríman var hins vegar fjarri þegar íslensku stelpurnar kíktu í heimsókn. Getty/Hafliði Breiðfjörð Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent