Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 19:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira