Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:05 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum en það eru liklega bestu úrslit íslenska landsliðsins undir hans stjórn. Getty/Oliver Hardt Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þegar íslenska liðið spilaði í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. Sá leikur endaði með 6-0 skelli á móti Sviss og var það því algjör martraðarbyrjun fyrir Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén kveðst ekki vera smeykur við að tapa leiknum á morgun stórt eins og gerðist gegn Sviss í fyrsta leiknum í síðustu Þjóðadeild. Svíinn er brattur þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í íslenska liðið. Segir allt geta gerst í fótbolta. „Ég er ekki hræddur því þá ættir þú að vera að gera eitthvað annað. Við verðum samt að bera virðingu fyrir liðum eins og Englandi og Sviss. Þú getur náð góðum úrslitum á móti þessum þjóðum en það getur líka farið illa,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum. „Ég get nefnt 8-2 sigur Bayern München á Barcelona sem dæmi. Þá vita allir að fótbolti getur verið skrítinn. Ég er ekki hræddur. Við lærðum mikið á þessum tapleik á móti Sviss og mér fannst við sýna það síðan það í hinum leikjunum í Þjóðadeildinni. Við unnum engan þeirra leikja en það sást á frammistöðu liðsins,“ sagði Hamrén. „Við höfum líka sýnt það í undankeppninni að við getum náð í góð úrslit þrátt fyrir að það vanti hjá okkur lykilmenn,“ sagði Hamrén. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þegar íslenska liðið spilaði í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. Sá leikur endaði með 6-0 skelli á móti Sviss og var það því algjör martraðarbyrjun fyrir Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén kveðst ekki vera smeykur við að tapa leiknum á morgun stórt eins og gerðist gegn Sviss í fyrsta leiknum í síðustu Þjóðadeild. Svíinn er brattur þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í íslenska liðið. Segir allt geta gerst í fótbolta. „Ég er ekki hræddur því þá ættir þú að vera að gera eitthvað annað. Við verðum samt að bera virðingu fyrir liðum eins og Englandi og Sviss. Þú getur náð góðum úrslitum á móti þessum þjóðum en það getur líka farið illa,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum. „Ég get nefnt 8-2 sigur Bayern München á Barcelona sem dæmi. Þá vita allir að fótbolti getur verið skrítinn. Ég er ekki hræddur. Við lærðum mikið á þessum tapleik á móti Sviss og mér fannst við sýna það síðan það í hinum leikjunum í Þjóðadeildinni. Við unnum engan þeirra leikja en það sást á frammistöðu liðsins,“ sagði Hamrén. „Við höfum líka sýnt það í undankeppninni að við getum náð í góð úrslit þrátt fyrir að það vanti hjá okkur lykilmenn,“ sagði Hamrén.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira