Pelosi segir atvikið á hárgreiðslustofunni hafa verið gildru Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 08:11 Nancy Pelosi á fundi í San Francisco í gær. AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi verið leidd í gildru í heimsókn sinni á hárgreiðslustofu í San Francisco þar sem myndir náðust af henni án þess að bera grímu í öryggismyndavélum stofunnar. Var um brot á sóttvarnareglum að ræða. „Ég tek ábyrgð á að hafa treyst orðum þeirra á hárgreiðslustofunni. Það kemur í ljós að þetta var gildra,“ sagði Pelosi er hún ræddi við blaðamenn. Pelosi hefur margoft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa neitað að bera grímu. Pelosi segist margoft hafa sótt eSalon SF hárgreiðslustofuna í gegnum árin. Hún hafi fengið þau skilaboð að stofan gæti tekið á móti einum viðskiptavini í einu innandyra, en yfirvöld í San Francisco heimila nú starfsfólki hárgreiðslustofa að bjóða upp á þjónustu utandyra. „Ég treysti því – og það kemur í ljós að þetta var gildra. Þannig að ég tek fulla ábyrgð á að hafa fallið í gildruna og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Forseti fulltrúadeildarinnar sagði ennfremur að hún telji forsvarsmenn hárgreiðslustofunnar skulda sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Við verðum að koma landinu okkar aftur á fætur og ég mun ekki láta þetta mál beina athyglinni frá því að rúmlega 185 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.“ Trump tísti um málið þar sem hann sagði að verið væri að „rústa“ Pelosi fyrir það að hafa látið opna hárgreiðslustofu á meðan aðrar eru lokaðar. Sömuleiðis hafi hún ekki verið grímu þrátt fyrir að ítrekar prédíka að aðrir skuli geri það. Crazy Nancy Pelosi is being decimated for having a beauty parlor opened, when all others are closed, and for not wearing a Mask - despite constantly lecturing everyone else. We will almost certainly take back the House, and send Nancy packing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. 2. september 2020 06:54