Segir Tottenham-þættina vera meiri sápuóperu heldur en heimildarþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 07:00 'All or Nothing: José Mourinho´ væri ef til vill betra nafn fyrir þættina sem sýndir eru á streymisveitunni Amazon Prime. Will Oliver/Getty Images Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira