Segir Tottenham-þættina vera meiri sápuóperu heldur en heimildarþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 07:00 'All or Nothing: José Mourinho´ væri ef til vill betra nafn fyrir þættina sem sýndir eru á streymisveitunni Amazon Prime. Will Oliver/Getty Images Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira
Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira