Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 18:55 Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon. Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon.
Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13