Jon Rahm tryggði sér sigur með mögnuðu tuttugu metra pútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 12:30 Spánverjinn Jon Rahm fagnar sigurpúttinu sínu á BMW Championship. EPA-EFE/TANNEN MAURY Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020 Golf Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020
Golf Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira