Kom á sama tíma og Gylfi til Everton og fékk nýjan fimm ára samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 10:10 Gylfi Þór Sigurðsson og Michael Keane fagna saman marki Everton á móti Liverpool. Getty/Clive Brunskill Miðvörðurinn Michael Keane hefur gert nýja fimm ára samning við Everton sem nær nú til ársins 2025. Michael Keane er í enska landsliðshópnum sem mætir til Íslands í lok vikunnar en fram undan er leikur í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hann mætir þó ekki liðsfélaga sínum Gylfa Þór Sigurðssyni í leiknum þar sem Gylfi gaf ekki kost á sér í leikinn þar sem hann vildi frá tækifæri til að vinna sér sæti í Everton liðinu. | We re delighted to confirm that @michaelkeane04 has signed a new five-year contract, committing his future to the Club until the end of June 2025.#EFC — Everton (@Everton) August 30, 2020 Everton keypti Michael Keane sama sumar og félagið keypti Gylfa. Michael Keane kom í júlí frá Burnley fyrir 25 milljónir punda en Gylfi kom frá Swansea í ágúst fyrir 40 milljónir punda. Michael Keane er reyndar fjórum árum yngri en Gylfi, fæddur árið 1993. Það hefur örugglega mikið að segja að hann sé að fá þennan langa samning núna. „Ég á bestu árin mín eftir. Ég hef elskað þessi þrjú ár hjá Everton og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég von að við getum staðið okkur á þessu tímabili og gert stuðningsmenn okkar stolta á ný,“ sagði Michael Keane. | It's time we started producing results on the pitch. We want to finish higher in the table than we did last year and get into Europe."@michaelkeane04 shares his ambition at #EFC under one of the best managers there has been in @MrAncelotti.— Everton (@Everton) August 30, 2020 Michael Keane er ánægður með knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti sem tók við liði Everton í desember en undir hans stjórn endaði liðið í tólfta sæti á síðustu leiktíð. „Ég er að læra á hverjum degi á æfingavellinum með stjóranum og hans starfsfólki. Þeir hafa verið frábærir og kom því vel til skila hvernig þeir vilja að við spilum. Þessi stjóri er einn af þeim bestu,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Miðvörðurinn Michael Keane hefur gert nýja fimm ára samning við Everton sem nær nú til ársins 2025. Michael Keane er í enska landsliðshópnum sem mætir til Íslands í lok vikunnar en fram undan er leikur í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hann mætir þó ekki liðsfélaga sínum Gylfa Þór Sigurðssyni í leiknum þar sem Gylfi gaf ekki kost á sér í leikinn þar sem hann vildi frá tækifæri til að vinna sér sæti í Everton liðinu. | We re delighted to confirm that @michaelkeane04 has signed a new five-year contract, committing his future to the Club until the end of June 2025.#EFC — Everton (@Everton) August 30, 2020 Everton keypti Michael Keane sama sumar og félagið keypti Gylfa. Michael Keane kom í júlí frá Burnley fyrir 25 milljónir punda en Gylfi kom frá Swansea í ágúst fyrir 40 milljónir punda. Michael Keane er reyndar fjórum árum yngri en Gylfi, fæddur árið 1993. Það hefur örugglega mikið að segja að hann sé að fá þennan langa samning núna. „Ég á bestu árin mín eftir. Ég hef elskað þessi þrjú ár hjá Everton og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég von að við getum staðið okkur á þessu tímabili og gert stuðningsmenn okkar stolta á ný,“ sagði Michael Keane. | It's time we started producing results on the pitch. We want to finish higher in the table than we did last year and get into Europe."@michaelkeane04 shares his ambition at #EFC under one of the best managers there has been in @MrAncelotti.— Everton (@Everton) August 30, 2020 Michael Keane er ánægður með knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti sem tók við liði Everton í desember en undir hans stjórn endaði liðið í tólfta sæti á síðustu leiktíð. „Ég er að læra á hverjum degi á æfingavellinum með stjóranum og hans starfsfólki. Þeir hafa verið frábærir og kom því vel til skila hvernig þeir vilja að við spilum. Þessi stjóri er einn af þeim bestu,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira