Bróðir Jeremy Corbyn handtekinn Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 22:58 Piers Corbyn á mótmælunum í gær. Á peysu hans sjást orðin „Refuse the tracking app“, eða hafnið smitrakningarforritinu. Vísir/Getty Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35