Bróðir Jeremy Corbyn handtekinn Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 22:58 Piers Corbyn á mótmælunum í gær. Á peysu hans sjást orðin „Refuse the tracking app“, eða hafnið smitrakningarforritinu. Vísir/Getty Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35