Ísland sleppur við rauða listann Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:38 Fólk gengur eftir Þúsaldarbrúnni í Lundúnum á dögunum. Getty/Yui Mok Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira