Ísland sleppur við rauða listann Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:38 Fólk gengur eftir Þúsaldarbrúnni í Lundúnum á dögunum. Getty/Yui Mok Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira