Kjörinn nýr formaður Frjálslyndra demókrata Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 15:04 Ed Davey hlaut 42.756 atkvæði í formannskjörinu, en mótframbjóðandi hans, Layla Moran, 24.564 atkvæði. Getty Breski þingmaðurinn Ed Davey hefur verið kjörinn nýr formaður Frjálslyndra demókrata. Er hann fjórði einstaklingurinn til að gegna formannsembætti í flokknum á síðustu fimm árum. Davey er þingmaður Kingston og Surbiton í London og hefur setið á þingi frá árinu 2017. Auk þess var hann þingmaður kjördæmisins á árunum 1997 til 2015. Hann var ráðherra orku- og loftslagsmála í samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, undir forsæti David Cameron, á árunum 2012 til 2015. Frjálslyndir demókratar biðu afhroð í þingkosningunum á síðusta ári og náðu einungis að tryggja sér ellefu þingsæti. Formanni flokksins, Jo Swinson, tókst ekki að halda þingsæti sínu og sagði af sér formennsku í kjölfarið. Davey hlaut 42.756 atkvæði í formannskjörinu nú, en mótframbjóðandi hans, Layla Moran, 24.564 atkvæði. Frjálslyndir demókratar hafa jafnan verið þriðji stærsti flokkurinn á breska þinginu, og einstaka sinnum komist í oddastöðu, líkt og eftir kosningarnar 2010. Flokkurinn barðist fyrir því fyrir síðustu kosningar að draga útgöngu Breta úr ESB til baka, en rannsóknir hafa sýnt að breskir kjósendur virðast ekki vera með á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur nú þegar Bretar hafa gengið úr sambandinu. Davey sagði það nú verkefni sitt að byggja upp flokkinn á ný til að hann höfði á ný til fleiri. Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Ed Davey hefur verið kjörinn nýr formaður Frjálslyndra demókrata. Er hann fjórði einstaklingurinn til að gegna formannsembætti í flokknum á síðustu fimm árum. Davey er þingmaður Kingston og Surbiton í London og hefur setið á þingi frá árinu 2017. Auk þess var hann þingmaður kjördæmisins á árunum 1997 til 2015. Hann var ráðherra orku- og loftslagsmála í samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, undir forsæti David Cameron, á árunum 2012 til 2015. Frjálslyndir demókratar biðu afhroð í þingkosningunum á síðusta ári og náðu einungis að tryggja sér ellefu þingsæti. Formanni flokksins, Jo Swinson, tókst ekki að halda þingsæti sínu og sagði af sér formennsku í kjölfarið. Davey hlaut 42.756 atkvæði í formannskjörinu nú, en mótframbjóðandi hans, Layla Moran, 24.564 atkvæði. Frjálslyndir demókratar hafa jafnan verið þriðji stærsti flokkurinn á breska þinginu, og einstaka sinnum komist í oddastöðu, líkt og eftir kosningarnar 2010. Flokkurinn barðist fyrir því fyrir síðustu kosningar að draga útgöngu Breta úr ESB til baka, en rannsóknir hafa sýnt að breskir kjósendur virðast ekki vera með á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur nú þegar Bretar hafa gengið úr sambandinu. Davey sagði það nú verkefni sitt að byggja upp flokkinn á ný til að hann höfði á ný til fleiri.
Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira