Pepsi Max Stúkan: Verður ekki vont fyrir þjóðarstoltið eins og hjá KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Breiðabliki eru að spila í Noregi í dag. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna
Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira