Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Í fjarvinnu þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um að þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á það hvernig teyminu gengur. Vísir/Getty Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan. Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Það er allur gangur á því hvernig fólk er að upplifa fjarvinnu. Sumir segjast afkasta miklu meir vinnandi heiman frá á meðan aðrir upplifa fjarvinnuna lýjandi eða eiga jafnvel erfiðara með að vinna í samanburði við á vinnustaðnum. Í mörgum teymum er það þannig að sá aðili sem á ekkert erfitt með fjarvinnuna er stjórnandinn sjálfur. Þetta er oft starfsmaðurinn sem hvort eð er skarar fram úr í afköstum, er alltaf sívinnandi og starfsfólk lítur almennt upp til vegna þess hversu magnaður viðkomandi er í starfi sínu. En þessir stjórnendur þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm í fjarvinnunni því þeirra hegðun getur haft mikið um það að segja, hvernig öðru starfsfólki er að ganga að vinna heiman frá. Skoðum þetta aðeins nánar. Til að byrja með er gott að átta sig á því hverjir teljast afkastameiri en aðrir og hverjir ekki. Til þess að átta sig á þessu er hægt að svara fullyrðingum þar sem fólk er beðið um að svara: Ertu sammála, mjög sammála eða ósammála? Fullyrðingarnar eru eftirfarandi: Allir sem eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig hafa möguleika á að ná langt Fólk sem leggur ekki mikið á sig í starfi er síður líklegt til að ganga vel Lífið væri nú frekar tilgangslaust ef við þyrftum ekkert að leggja á okkur Samfélagið væri betur statt ef fólk hefði ekki svona mikinn tíma aflögu. Ef þú ert sammála eða mjög sammála þessum fullyrðingum má telja líklegt að þú teljist afkastameiri en meðal starfsmaður. Á ensku skammastafast mikil afkastageta sem PWE sem stendur fyrir „high personal work ethic.“ Leigh Thompson er aðjúnkt við Northwestern University í Bandaríkjunum en einnig prófessor við stjórnendaskóla Kellgg School of Management. Hún mælir með því að afkastamiklir stjórnendur líti í eiginn barm í fjarvinnunni því einkenni í þeirra hegðun getur orðið til þess að draga úr afkastagetu teyma í stað þess að efla starfsfólkið til dáða og auka á afköstin. Thompson nefnir fjögur dæmi sem hún leggur til að stjórnendur hugi að. 1. Tilfinningin um að hafa stjórn Afkastamiklir stjórnendur upplifa sig hafa betri stjórn á hlutunum ef þeir og allir aðrir eru mjög uppteknir við vinnu. Þeim dettur ekki í hug að sofa lengur þótt það sé fjarvinna, spjalla við vini á netinu eða kíkja aðeins á Netflix yfir daginn. Það sem meira er, þessir stjórnendur eru oftast líka eitthvað að vinna á kvöldin og um helgar. Í fjarvinnu vottar fyrir þeirri tilfinningu að þeir hafi ekki eins mikla stjórn í samanburði við það þegar allir eru á staðnum. Það sem þessi stjórnandi þarf hins vegar að gera er að átta sig á því að þessi tilfinning snýst í raun um þá sjálfa en ekki starfsfólkið né fjarvinnuna. 2. Keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum Afkastamiklir stjórnendur keyra verkefnaúthlutanir í gegn á fjarvinnufundum, vilja oft klára fundinn sem fyrst og halda áfram að vinna. Þessi hegðun getur dregið úr vinnugleði og afköstum annarra starfsmanna. Það sem stjórnandinn þarf að gera hér er að gefa smá svigrúm til vinaspjalls. Þetta þarf ekki að vera mikið, bara örstutt til að gefa starfsfólki vísbendingu um að það skipti máli hvernig fólki líður og hvernig þeim gengur. Annars er hætta á að smátt og smátt fari starfsfólki að finnast fjarvinnan lýjandi enda engin félagsleg tengsl. 3. Vinnan er alltaf undir pressu Afkastamiklir stjórnendur eru sjálfir alltaf að keppast við eitthvað. Þetta skýrist meðal annars af því hugarfari þeirra að mikilvægt sé að leggja vel á sig í starfi því annars er hætta á að þú dragist aftur úr. Það er til dæmis dæmigert fyrir þennan stjórnanda að síðustu skilaboðin að kvöldi séu frá honum en samt er hann sá fyrsti sem lætur til sín taka í upphafi vinnudags. Hérna þarf stjórnandinn að sýna smá slaka því það er ekki eðlileg krafa að ætlast til þess að allir vinni alltaf undir álagi, standi sig alltaf frábærlega og séu samhliða að fást við allar þær áskoranir sem fylgja fjarvinnu. 4. Eiga erfitt með að slá slöku við Innst inni myndi afkastamiklum stjórnendum finnast það frábært ef allir leggðu sig jafn mikið fram við vinnu og þeir gera sjálfir. Hér þarf stjórnandinn hins vegar að átta sig á því að fjarvinnan ein og sér er að reynast mörgum erfið áskorun. Sumir hafa ekki nægilega góða aðstöðu heima fyrir, eru tæknilega ekki nógu öruggir, eru með fjölskyldumeðlimi í kringum sig allan daginn, félagslega tengingin við vinnufélagana er ekki til staðar og fleira. Þá hafa rannsóknir sýnt að það dregur úr vinnugleði fólks og afkastagetu til lengri tíma litið ef fólk fær ekki smá hvíld á milli tarna eða frá vinnu. Hér þarf stjórnandinn því að slá aðeins af kröfunum og sýna því meiri skilning að vinnan er ekki jafn mikið kappsmál fyrir alla starfsmenn og hann sjálfan.
Fjarvinna Stjórnun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira