Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:00 Lionel Messi hefur sex sinnum fengið Ballon d'Or verðlaunin sem leikmaður Barcelona. Getty/Alex Caparros Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020 Spænski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020
Spænski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira