Nítján grunnskólar byggðir í Buikwe fyrir íslenskt þróunarfé Heimsljós 25. ágúst 2020 12:16 Frá athöfninni í Buikwe í gær. MS Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala. Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040. „Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni. Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni. Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala. Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040. „Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni. Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni. Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent