„Hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Sophia Popov trúir því varla að hún sé búin að vinna opna breska. Getty/Matthew Lewis Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira