Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsnæði landlæknis við Katrínartún í dag.
Alma Möller landlæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalænkis fóru yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.
Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og textalýst hér að neðan.