Verdens Gang spurði Ingibjörgu hvort hún væri of gróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:30 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar góðum sigri með félögum sínum í Vålerenga liðinu. Ingibjörg situr fyrir framan og heldur uppi þremur fingrum til marks um stigin þrjú. Mynd/@VIFDamer Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020 Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020
Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn