Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Tryggvi Páll Tryggvason og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 23:11 Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent