Dæmdir svikahrappar og peningaþvættar kaupa evrópskan ríkisborgararétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:30 Forseti Kýpur, Nikos Anastasiades, hefur setið á forsetastóli frá árinu 2013 þegar kaup á ríkisborgararétti voru gerð möguleg. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum. Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum.
Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira