NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2020 22:38 Lúkasjenkó ávarpaði stuðningsmenn sína í Grodno í dag. Getty/TASS Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru í startholunum og að markmið NATO væri að koma nýjum forseta til valda í Mínsk. Til þess að svara þessari meintu ógn sagði Lúkasjenkó að hvít-rússneskir hermenn yrðu sendir til landamæranna í vesturhluta landsins. Frá forsetakosningunum umdeildu sem haldnar voru í Hvíta-Rússlandi fyrr í mánuðinum hefur mikill fjöldi mótmælt setu Lúkasjenkó í forsetastóli en hann hefur gegnt embætti forseta frá 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir en ekkert lát virðist ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. BBC hefur eftir Lúkasjenkó að hann telji erlenda aðila vera að reyna að valda usla í Hvíta-Rússlandi til þess að fella ríkisstjórnina. Skipaði Lúkasjenkó öryggisráði landsins að verja landsvæði Hvíta-Rússlands með kjafti og klóm. NATO segir að ásakanir Lúkasjenkó séu fjarri lagi og ekki á rökum reistar. „Við erum engin ógn við Hvíta-Rússland eða nokkuð land og erum ekki að safna saman herliði á þessu svæði,“ segir í svari bandalagsins við ásökunum hvítrússneska forsetans og var hann einnig hvattur til að virða mannréttindi borgara sinna. Þá hafa stjórnvöl í Póllandi einnig hafnað ásökununum og segja einungis um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru í startholunum og að markmið NATO væri að koma nýjum forseta til valda í Mínsk. Til þess að svara þessari meintu ógn sagði Lúkasjenkó að hvít-rússneskir hermenn yrðu sendir til landamæranna í vesturhluta landsins. Frá forsetakosningunum umdeildu sem haldnar voru í Hvíta-Rússlandi fyrr í mánuðinum hefur mikill fjöldi mótmælt setu Lúkasjenkó í forsetastóli en hann hefur gegnt embætti forseta frá 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir en ekkert lát virðist ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. BBC hefur eftir Lúkasjenkó að hann telji erlenda aðila vera að reyna að valda usla í Hvíta-Rússlandi til þess að fella ríkisstjórnina. Skipaði Lúkasjenkó öryggisráði landsins að verja landsvæði Hvíta-Rússlands með kjafti og klóm. NATO segir að ásakanir Lúkasjenkó séu fjarri lagi og ekki á rökum reistar. „Við erum engin ógn við Hvíta-Rússland eða nokkuð land og erum ekki að safna saman herliði á þessu svæði,“ segir í svari bandalagsins við ásökunum hvítrússneska forsetans og var hann einnig hvattur til að virða mannréttindi borgara sinna. Þá hafa stjórnvöl í Póllandi einnig hafnað ásökununum og segja einungis um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32