Besta sumar Jólagarðsins í Eyjafirði í tuttugu og fimm ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2020 12:56 Benedikt Ingi Grétarsson, einn af eigendum jólagarðsins, sem er hæstánægður með aðsóknina í garðinn í sumar, ekki síst með hvað Íslendingar hafa verið duglegir að koma í heimsókn. Vísir/Magnús Hlynur Jólastemmingin hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar í jólagarðinum í Eyjafirði því þar hefur verið met aðsókn af gestum, ekki síst Íslendingum, sem hafa farið þangað til að fá nasaþefinn af jólunum nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til jóla. Eigendur jólagarðsins eru þau Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir en það eru tuttugu og fimm ár síðan að þau opnuðu garðinn. Þau sjálf og afkomendur þeirra vinna meira og minna öll verk í garðinum en í sumar hafa tólf starfsmenn verið á launaskrá. Benedikt segir að það hafi verið brjálað að gera í allt sumar. Jólagarðurinn hefur verið starfræktur í 25 ára og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Mjög snyrtilegt er á staðnum og það er ókeypis inn í garðinn.Vísir/Magnús Hlynur „Já, veistu það, það hefur bara aldrei verið eins mikið að gera og í sumar því frá hvítasunnu hefur verið allt fullt af fólki. Fyrst fengum við erlenda gesti og svo aftur núna seinnipartinn en hins vegar hefur jólagarðurinn alltaf fengið íslenska gest alla tíð, en við fáum miklu meira af honum núna og hann er í raun og veru miklu betri gestur,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki getað verið annað er mjög ánægður með sumarið og honum dettur ekki í hug að kvarta undan aðsóknarleysi í jólagarðinn. Brakandi ferskt grænmeti úr Eyjafirði er m.a. selt í JólagarðinumVísir/Magnús Hlynur „Við höfum aldrei verið svona ánægð eftir sumar en þetta er tuttugasta og fimmta sumarið okkar þannig að fólk hefur getað gengið að okkur hér í öll þessi ár. Nú erum við að fá næstum því þriðju kynslóð fólks í heimsókn. Við erum enn þá hérna, þú komst hérna sem lítill og þú kemur hingað með þitt barn og þú kemur hérna með afa og ömmu. Þú upplifir vonandi enn þá váið í heimsókninni,“ segir Benedikt stoltur og ánægður með sumarið 2020 í garðinum. Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jólastemmingin hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar í jólagarðinum í Eyjafirði því þar hefur verið met aðsókn af gestum, ekki síst Íslendingum, sem hafa farið þangað til að fá nasaþefinn af jólunum nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til jóla. Eigendur jólagarðsins eru þau Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir en það eru tuttugu og fimm ár síðan að þau opnuðu garðinn. Þau sjálf og afkomendur þeirra vinna meira og minna öll verk í garðinum en í sumar hafa tólf starfsmenn verið á launaskrá. Benedikt segir að það hafi verið brjálað að gera í allt sumar. Jólagarðurinn hefur verið starfræktur í 25 ára og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Mjög snyrtilegt er á staðnum og það er ókeypis inn í garðinn.Vísir/Magnús Hlynur „Já, veistu það, það hefur bara aldrei verið eins mikið að gera og í sumar því frá hvítasunnu hefur verið allt fullt af fólki. Fyrst fengum við erlenda gesti og svo aftur núna seinnipartinn en hins vegar hefur jólagarðurinn alltaf fengið íslenska gest alla tíð, en við fáum miklu meira af honum núna og hann er í raun og veru miklu betri gestur,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki getað verið annað er mjög ánægður með sumarið og honum dettur ekki í hug að kvarta undan aðsóknarleysi í jólagarðinn. Brakandi ferskt grænmeti úr Eyjafirði er m.a. selt í JólagarðinumVísir/Magnús Hlynur „Við höfum aldrei verið svona ánægð eftir sumar en þetta er tuttugasta og fimmta sumarið okkar þannig að fólk hefur getað gengið að okkur hér í öll þessi ár. Nú erum við að fá næstum því þriðju kynslóð fólks í heimsókn. Við erum enn þá hérna, þú komst hérna sem lítill og þú kemur hingað með þitt barn og þú kemur hérna með afa og ömmu. Þú upplifir vonandi enn þá váið í heimsókninni,“ segir Benedikt stoltur og ánægður með sumarið 2020 í garðinum.
Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira