Níu ára bið gæti endað í kvöld: „Liðið mitt þurfti á Evrópudeildinni að halda“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:00 Stefan De Vrij og Antonio Conte fagna með Romelu Lukaku eftir einn sigur Internazionale á leiktíðinni. Þessi var á móti nágrönnunum í AC Milan. Getty/Giuseppe Cottini Stuðningsmenn Nerazzurri liðsins frá Mílanóborg dreymir um langþráðan sigur í kvöld en Antonio Conte á möguleika að gera Inter að Evrópumeisturum sem Jose Mourinho gerði síðasta með svo eftirminnilegum hætti fyrir áratug síðan. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld á RheinEnergie Stadion í Köln þar sem spænska félagið Sevilla mætir Internazionale frá Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sevilla. Inter. Friday night.Europa League final is set pic.twitter.com/z76TfLLi6O— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Augu margra verða á knattspyrnustjóranum Antonio Conte og svo fyrrum Manchester United mönnunum Romelu Lukaku, Alexis Sánchez og Ashley Young sem ekki var pláss fyrir á Old Trafford. Það varð ekkert að úrslitaleiknum á móti Manchester United en allir eiga þeir möguleika á að vinna titil sem kollegum þeirra hjá United tókst ekki. Alexis Sánchez hefur náð sér aftur á strik hjá Inter en það er frammistaða Romelu Lukaku sem hefur stolið flestum fyrirsögnunum. Romelu Lukaku er kominn með 33 mörk á sínu fyrsta tímabili með Inter þar af 6 mörk í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Sevilla liðið hefur verið konungur Evrópudeildarinnar undanfarin ár en er spænska félagið búið að vinna hana fimm sinnum frá árinu 2006 þar af þrjú ár í röð frá 2014 til 2016. Sá síðasti kom í hús eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum. 2006 2007 2014 2015 2016The Europa League is Sevilla's competition. Today they go for number six pic.twitter.com/GhzEFCn1UT— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, á aftur á móti enn eftir að vinna titil á sínum ferli. Hann er einna frægastur fyrir það að missa landsliðsþjálfarastarfið nokkrum dögum fyrir HM 2018 eftir að hafa samið um að taka við Real Madrid eftir mótið. Lopetegui entist síðan bara fram í október hjá Real. Það er því ekkert skrýtið að ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slái því upp á forsíðu sinni að Antonio Conte ætli sér að bregða sér í hlutverk Jose Mourinho eins og sjá má hér fyrir neðan. Forsíða Gazzetta Dello Sport í dag.Skjámynd/Gazzetta Dello Sport Stuðningsmenn Internazionale eru ekki búnir að gleyma þrennutímabili félagsins undir stjórn Jose Mourinho 2009-10 en portúgalski stjórinn kvaddi strax í kjölfarið og tók við Real Madrid. Inter kom þá mörgum á óvart með því að vinna Meistaradeildina eftir að hafa unnið bæði ítölsku deildina og bikarinn. Úrslitaleikurinn var á móti Bayern München og var spilaður á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Inter vann leikinn 2-0 en í miðri gleðivímu stuðningsmanna Nerazzurri þá misstu þeir stjórann sinn. Liðið vann reyndar ítalska bikarinn undir stjórn Leonardo árið eftir en hefur ekki unnið titil á þeim níu árum sem eru liðin síðan. FROM THE POD Inter as underdogs? Antonio Conte is trying to play up Sevilla ahead of tonight's #EuropaLeague final, but is anyone buying it? Would a trophyless season be a success for #Inter? #UEL #UELfinal 30-day @TheAthleticUK trial https://t.co/5ncdllwBW1— The Totally Football Show (@TheTotallyShow) August 21, 2020 „Þetta hefur verið jákvætt tímabil. Við höfum náð mikilvægum áföngum og höfðum bætt okkur mikið. Okkur tókst að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vonbrigðin að komast ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter. „Það gaf okkur tækifæri að upplifa árangursríkara ferðalag en við höfðum getað í Meistaradeildinni. Okkar lið, sem er með fullt af ungum og reynslulitlum leikmönnum, þurfti á því að halda,“ sagði Antonio Conte. Hann tók við liði Inter fyrir þetta tímabil og náði öðru sætinu í Seríu A. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum að fara að mæta liði sem hefur mikla reynslu og er það lið sem hefur unnið flesta titla í þessari keppni á síðustu árum. Við verðum að passa okkur á þeim en við verðum líka að vera áræðnir og hugrakkir með því að spila okkar leik eins og við höfum gert hingað til. Þetta er úrslitaleikur og aðeins bestu liðin komast þangað,“ sagði Antonio Conte. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Stuðningsmenn Nerazzurri liðsins frá Mílanóborg dreymir um langþráðan sigur í kvöld en Antonio Conte á möguleika að gera Inter að Evrópumeisturum sem Jose Mourinho gerði síðasta með svo eftirminnilegum hætti fyrir áratug síðan. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld á RheinEnergie Stadion í Köln þar sem spænska félagið Sevilla mætir Internazionale frá Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sevilla. Inter. Friday night.Europa League final is set pic.twitter.com/z76TfLLi6O— B/R Football (@brfootball) August 17, 2020 Augu margra verða á knattspyrnustjóranum Antonio Conte og svo fyrrum Manchester United mönnunum Romelu Lukaku, Alexis Sánchez og Ashley Young sem ekki var pláss fyrir á Old Trafford. Það varð ekkert að úrslitaleiknum á móti Manchester United en allir eiga þeir möguleika á að vinna titil sem kollegum þeirra hjá United tókst ekki. Alexis Sánchez hefur náð sér aftur á strik hjá Inter en það er frammistaða Romelu Lukaku sem hefur stolið flestum fyrirsögnunum. Romelu Lukaku er kominn með 33 mörk á sínu fyrsta tímabili með Inter þar af 6 mörk í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Sevilla liðið hefur verið konungur Evrópudeildarinnar undanfarin ár en er spænska félagið búið að vinna hana fimm sinnum frá árinu 2006 þar af þrjú ár í röð frá 2014 til 2016. Sá síðasti kom í hús eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum. 2006 2007 2014 2015 2016The Europa League is Sevilla's competition. Today they go for number six pic.twitter.com/GhzEFCn1UT— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, á aftur á móti enn eftir að vinna titil á sínum ferli. Hann er einna frægastur fyrir það að missa landsliðsþjálfarastarfið nokkrum dögum fyrir HM 2018 eftir að hafa samið um að taka við Real Madrid eftir mótið. Lopetegui entist síðan bara fram í október hjá Real. Það er því ekkert skrýtið að ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slái því upp á forsíðu sinni að Antonio Conte ætli sér að bregða sér í hlutverk Jose Mourinho eins og sjá má hér fyrir neðan. Forsíða Gazzetta Dello Sport í dag.Skjámynd/Gazzetta Dello Sport Stuðningsmenn Internazionale eru ekki búnir að gleyma þrennutímabili félagsins undir stjórn Jose Mourinho 2009-10 en portúgalski stjórinn kvaddi strax í kjölfarið og tók við Real Madrid. Inter kom þá mörgum á óvart með því að vinna Meistaradeildina eftir að hafa unnið bæði ítölsku deildina og bikarinn. Úrslitaleikurinn var á móti Bayern München og var spilaður á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Inter vann leikinn 2-0 en í miðri gleðivímu stuðningsmanna Nerazzurri þá misstu þeir stjórann sinn. Liðið vann reyndar ítalska bikarinn undir stjórn Leonardo árið eftir en hefur ekki unnið titil á þeim níu árum sem eru liðin síðan. FROM THE POD Inter as underdogs? Antonio Conte is trying to play up Sevilla ahead of tonight's #EuropaLeague final, but is anyone buying it? Would a trophyless season be a success for #Inter? #UEL #UELfinal 30-day @TheAthleticUK trial https://t.co/5ncdllwBW1— The Totally Football Show (@TheTotallyShow) August 21, 2020 „Þetta hefur verið jákvætt tímabil. Við höfum náð mikilvægum áföngum og höfðum bætt okkur mikið. Okkur tókst að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vonbrigðin að komast ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter. „Það gaf okkur tækifæri að upplifa árangursríkara ferðalag en við höfðum getað í Meistaradeildinni. Okkar lið, sem er með fullt af ungum og reynslulitlum leikmönnum, þurfti á því að halda,“ sagði Antonio Conte. Hann tók við liði Inter fyrir þetta tímabil og náði öðru sætinu í Seríu A. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum að fara að mæta liði sem hefur mikla reynslu og er það lið sem hefur unnið flesta titla í þessari keppni á síðustu árum. Við verðum að passa okkur á þeim en við verðum líka að vera áræðnir og hugrakkir með því að spila okkar leik eins og við höfum gert hingað til. Þetta er úrslitaleikur og aðeins bestu liðin komast þangað,“ sagði Antonio Conte. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira