Ólafía Þórunn: Ekki bara herma eftir Tiger af því að hann er Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Tiger Woods. Samsett/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira