Spánn hefur þannig tekið þá ákvörðun að næstu tvær umferðir í La Liga verða spilaðir fyrir luktum dyrum en þetta kemur til svo stjórnvöld geti betur barist gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.
Ákvörðun snýr að tveimur efstu deildunum á Spáni og tekur gildi strax í dag. Engir áhorfendur verða leyfðir fyrr en í fyrsta lagi 22. mars næstkomandi.
La Liga games to be played behind closed doors until at least 22 March https://t.co/LUQC816v7T
— Guardian sport (@guardian_sport) March 10, 2020
Spænska deildin mun síðan halda áfram að vinna náið með spænskum heilbrigðisyfirvöldum.
Í yfirlýsingu frá spænsku deildinni kemur fram að hún hafi líka unnið með UEFA að varaleið fari svo að spænsk yfirvöld aflýsi íþróttaviðburðum í einhvern tíma.
Knattspyrnusamband Evrópu og La Liga eru því byrjuð að skipuleggja hvað taki við fari allt á versta veg.