Bikarmeistarar ÍBV fá ÍR í heimsókn í 19. umferðinni í kvöld og spurning er hvort að það verði einhver bikarþynnka í heimamönnum. Liðin eru í 6. og 7. sætinu og munar tveimur stigum á liðunum.
16-liða úrslit Meistaradeildarinnar halda svo áfram. Evrópumeistarar Liverpool eru 1-0 undir gegn Atletico Madrid en spila á Anfield í kvöld. PSG og Dortmund leika svo fyrir luktum dyrum í Frakklandi en þeir þýsku eru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn.
#LFC continues to monitor and implement the government’s advice on the Coronavirus outbreak and ahead of our #UCL match against @Atleti, we are reminding everyone attending the game of good hygiene practices.
— Liverpool FC (@LFC) March 10, 2020
Hitað verður upp fyrir Meistaradeildina klukkan 19.15 og leikirnir tveir svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22.00.
Allar útsendingar næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar dagsins:
18.20 ÍBV - ÍR (Stöð 2 Sport 3)
19.05 Dominos deild kvenna (Stöð 2 Sport 4)
19.15 Meistaradeildin - upphitun (Stöð 2 Sport)
19.50 PSG - Dortmund (Stöð 2 Sport 2)
19.55 Liverpool - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)