Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:39 Starbucks er ein þekktasta kaffihúsakeðja heims. Vísir/Getty Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi. Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi.
Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira