Aðeins þrír leikmenn toppliðs spænsku úrvalsdeildarinnar, Barcelona, komast í sameiginlegt lið Börsunga og Real Madrid. Vefmiðillinn Who Scored tók saman bestu meðaleinkunn leikmanna liðanna fyrir El Clásico sem fram fer klukkan 20:00 í kvöld.
Áhugavert er að skoða liðið en markvörður og varnarlína er öll í eigu Real Madrid. Sergio Busquets fær eitt þriggja sæta á miðjunni, þó ekki í sinni hefðbundnu stöðu sem djúpur miðjumaður og þá eru þeir Lionel Messi og Antoine Griezmann sitthvoru megin við franska framherjann Karim Benzema.
Liðið má sjá hér að neðan en leikur Barcelona og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.
#ElClasico Combined XI
— WhoScored.com (@WhoScored) March 1, 2020
GK:
RB:
CB:
CB:
LB:
CM:
DM:
CM:
RW:
ST:
LW:
It's the home side that dominates the Real Madrid Barcelona combined XI -- Fair?
Full match preview -- https://t.co/Vql7vA4lBdpic.twitter.com/vpqBfR6Lab