Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2020 21:00 Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela. Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela.
Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00