Birta ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 08:48 Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður. Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra, að því er fram kemur í tilkynningu. Birta var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2019, sýningu Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 - Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist, í Moss, Noregi. Síðustu ár hefur Birta stýrt yfir 40 sýningum í helstu listrýmum og listasöfnum hérlendis sem og víða erlendis, m.a. í Berlín, Amsterdam, Melbourne, New York, Sankti-Pétursborg og á Norðurlöndunum. Birta var safnstjóri Nýlistasafnsins árin 2009 til 2011, listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects í Reykjavík og var sýningarstjóri í SAFNi, samtímalistasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur á árunum 2005 til 2008. Á árunum 2002 til 2013 rak hún sýningarýmið Gallerí Dvergur í kjallara heimilis síns í Reykjavík. Þá hefur Birta einnig sýnt sín eigin verk á fjölda sýninga, bæði samsýningum og einkasýningum. Birta hefur tekið þátt í fjölmörgum norrænum og alþjóðlegum verkefnum er snúa að sýningarstjórn ásamt því að skrifa um íslenska og erlenda myndlist. Birta hefur starfað sem stjórnarmeðlimur í Listfræðafélagi Íslands, varastjórnarmeðlimur í Safnaráði, ritstjórnarmeðlimur íslenska listtímaritsins Sjónauka, meðlimur í stjórn Nýlistasafnsins í Reykjavík og stjórnarmeðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna; SÍM. Auk þess hefur hún setið í fagnefndum Listaháskóla Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Birta er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, MFA gráðu í myndlist frá frá Piet Zwart Institute í Rotterdam i Hollandi og nam listfræði (Critical and Pedagogical Studies) við Listaakademíuna í Malmö. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2003 og sýnir hún allar listgreinar. Menning Myndlist Vistaskipti Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra, að því er fram kemur í tilkynningu. Birta var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2019, sýningu Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 - Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist, í Moss, Noregi. Síðustu ár hefur Birta stýrt yfir 40 sýningum í helstu listrýmum og listasöfnum hérlendis sem og víða erlendis, m.a. í Berlín, Amsterdam, Melbourne, New York, Sankti-Pétursborg og á Norðurlöndunum. Birta var safnstjóri Nýlistasafnsins árin 2009 til 2011, listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects í Reykjavík og var sýningarstjóri í SAFNi, samtímalistasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur á árunum 2005 til 2008. Á árunum 2002 til 2013 rak hún sýningarýmið Gallerí Dvergur í kjallara heimilis síns í Reykjavík. Þá hefur Birta einnig sýnt sín eigin verk á fjölda sýninga, bæði samsýningum og einkasýningum. Birta hefur tekið þátt í fjölmörgum norrænum og alþjóðlegum verkefnum er snúa að sýningarstjórn ásamt því að skrifa um íslenska og erlenda myndlist. Birta hefur starfað sem stjórnarmeðlimur í Listfræðafélagi Íslands, varastjórnarmeðlimur í Safnaráði, ritstjórnarmeðlimur íslenska listtímaritsins Sjónauka, meðlimur í stjórn Nýlistasafnsins í Reykjavík og stjórnarmeðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna; SÍM. Auk þess hefur hún setið í fagnefndum Listaháskóla Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Birta er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, MFA gráðu í myndlist frá frá Piet Zwart Institute í Rotterdam i Hollandi og nam listfræði (Critical and Pedagogical Studies) við Listaakademíuna í Malmö. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2003 og sýnir hún allar listgreinar.
Menning Myndlist Vistaskipti Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira