Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:19 Táknmálstúlkur greinir frá því sem fram fer á fundinum í dag. Hér má sjá mynd frá fundinum. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28