Yfirvöld í Íran hafa tímabundið sleppt 54 þúsund föngum til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í fangelsum landsins sem eru yfir full.
Að því er fram kemur á vef BBC tilkynntu yfirvöld um þetta í dag en föngunum var veitt leyfi til að fara heim eftir að þeir höfðu farið í greiningu vegna veirunnar og ekki greinst með hana. Þá þurftu þeir einnig að leggja fram tryggingu.
Svokölluðum öryggisföngum sem dæmdir hafa verið í meira en fimm ára fangelsi verður ekki sleppt.
Íran er eitt af þeim löndum sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu en hin löndin eru Kína, Suður-Kórea og Ítalía.
Alls hafa 2336 manns greinst með veiruna í Íran og 77 látist vegna hennar en að því er segir í frétt BBC að mun fleiri séu smitaðir en opinbera talan segir til um.
Á meðal þeirra sem hafa smitast eru 23 þingmenn á íranska þinginu.
54 þúsund föngum sleppt í Íran til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar

Tengdar fréttir

Kínverjar komnir í gegnum það versta
Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar.