Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:45 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu." Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu."
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira