Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 14:58 Benni lét sig ekki muna um að draga vagn Tröllaferða niður á veg, af bílastæðinu við Sólheimajökul. „Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
„Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00