Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á móti í Flórída á Symetra-mótaröðinni. Hún lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins.
Ólafía er sem stendur í 33. sæti þegar örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Efst er Maddie Szeryk frá Kanada á -5 höggum. Leiknir eru þrír hringir á mótinu, sem ber heitið Floridas Natural Charity Classic.
Ólafía fékk þrjá fugla en tvo skolla á fyrri níu holunum í dag, og svo skolla á 10. holu, en paraði aðrar.
Þetta er fyrsta mót ársins á Symetra-mótaröðinni, sem er sú næstbesta í Bandaríkjunum. Verðlaunaféð sem í boði er nemur 125.000 Bandaríkjadölum.
Ólafía í ágætum málum á fyrsta Symetra-móti ársins

Tengdar fréttir

Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa.