Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum.
Þetta ákvað færeyska knattspyrnusambandið eftir að heilbrigðisyfirvöld gáfu út að fresta ætti viðburðum þar sem fleiri en 500 manns kæmu saman.
Að sama skapi verða því engir áhorfendur á vináttulandsleik Færeyja og Eistlands á mánudaginn.
Þá er ljóst að leikmenn og dómarar munu ekki takast í hendur fyrir leiki eins og venjan hefur verið.
