Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2020 14:00 Ákvörðun var tekin um þetta í morgun. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39
Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16
Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00